BUGL heilsu og meðferðagarður

BUGL heilsu og meðferðagarður

Staðsetning: Dalbraut í Reykjavík
Notkun: Heilsu- og meðferðagarður
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Einar E Sæmundsen, Kristbjörg Traustadóttir
Samvinna:  MPM nemendur við HR, Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi við BUL.
Verkkaupi:  Landspítali Háskólasjúkrahús.
Hönnunar- og verktími:  2012
Stærð: um 675 m²

Endurgerður garður við BUGL, Barna og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahús.

Garðurinn er sá fyrsti sem gerður er sem heilsu og meðferðargarður fyrir börn og unglinga á Íslandi. Lögð var rík áhersla á að móta umhverfi í samræmi við heilsu og getu einstaklinga, þannig að umhverfið hafi holl og nærandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Garðurinn býður m.a. upp á margbreytilega hreyfingu, frjálsa leiki og boltaleiki.

Dvalarsvæði bjóða uppá samstarf, hópmeðferð eða bara að snæða nestið sitt. Kyrrðarlundurinn fyrir rólegheit er mjög vinsæll, þak með léttu segli eykur á rýmismyndun. Plantað var runnum með mismunandi blómgunartíma, berjarunnum og ávaxtatrjám. Komið var fyrir fuglahúsi og fæðubretti ásamt því að stórum náttúrusteinum var fundinn staður. Náttúrulegt efni var notað eins og kostur var og húsgögnin frá verndaða vinnustaðnum Ásgarði  passa skemmtilega í garðinn.

 

BUGL_sept128.

English: Landscape design, health- and treatment garden at BUGL, Child and Adolescent Psychiatric Department.

BUGL receives children up to 18 years old who deal with mental health issues.
The garden is the first health garden special designed for children and adolescents in Iceland.
The main goal was creating nourishing environment, mentally as well as physically. The garden gives possibility for different movement, free games and ball playing. There are sitting areas for group therapy and togetherness as well as quiet grove for individuals and solitude. Pants with different colors, blooming time, berries and texture were planted, bird house and natural stones found their place. Natural material where used as much as possible.

BUGL_fyrir-eftir-01jpg