Landmótun  hefur hlotið ISO vottun

Landmótun hefur hlotið ISO vottun

23.01.2015.
Við tilkynnum með stolti að nýverið hlaut Landmótun sf. ISO vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sínu.

Um nokkurt skeið hefur Landmótun unnið að því að fá vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu ISO-14001.

Umhverfisstjórnunarkerfi byggjast á fimm hlutum. Í fyrsta lagi er það umhverfisstefna sem felur í sér skuldbindingu um að fylgja lögum og reglugerðum og vinna að stöðugum umbótum og lágmörkun mengunar. Fyrirtæki setja sér markmið sem byggjast á umhverfisstefnunni. Því næst er það áætlanagerð sem gerð er á grundvelli umhverfisúttektar. Fyrirtækið skilgreinir hvaða umhverfisþættir tengjast því og hverjir þeirra hafa þýðingarmikil umhverfisáhrif. Fyrirtækið þarf að setja sér markmið um stöðugar umbætur varðandi veigamikla umhverfisþætti og leggja fram áætlun um hvernig þeim skuli náð.

Framkvæmd og rekstur kerfisins er næst. Stjórnendur þurfa að láta starfsfólki í té aðföng til að koma kerfinu á fót og halda því við. Skilgreint er hverjir bera ábyrgð, hvaða þjálfun þarf og tryggja þarf skilvirk samskipti, jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Halda þarf uppi markvissri stýringu á starfsemi sem varðar veigamikla umhverfisþætti og skipuleggja viðbúnað og viðbrögð við neyðarástandi.

Sífellt þarf að vakta og mæla mikilvæga umhverfisþætti til að tryggja að örugglega sé stefnt að settum markmiðum. Stöðugt þarf að meta hvort viðeigandi lögum og reglugerðum sé fylgt. Grípa þarf til viðeigandi ráðstafana ef frábrigði verða.

Yfirstjórn fyrirtækisins þarf að kanna skilvirkni kerfisins út frá niðurstöðum umhverfisúttekta og skoða hvort nauðsynlegt sé að breyta stefnu og markmiðum vegna breyttra aðstæðna í ytra umhverfi.

Vottun þessi staðfestir það að Landmótun hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum og er jafnframt hvatning til frekari dáða.

BSI-Assurance-Mark-ISO-14001-Red