Akratorg hlýtur íslensku lýsingarverðlaunin

Akratorg hlýtur íslensku lýsingarverðlaunin

akratorg3Þann 7. febrúar sl. voru íslensku lýsingarverðlaunin veitt á vegum Ljóstæknifélags Íslands. Akratorg hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin en alls voru átta verkefni tilnefnd. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin við 4hátíðlega athöfn í Perlunni. Hönnuðir verks­ins eru lýs­ing­ar­t­eymi Verkís og Land­mót­un sf. Verk­kaupi er Akra­nes­kaupstaður og all­ur ljós­búnaður var frá Joh­an Rönn­ing.

Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis sem Landmótun sigraði . Deiliskipulag Akratorgsreits var síðan unnið árið 2013 af Landmótun sf. á grundvelli fyrstu verðlaunartillögunnar og í kjölfarið var hafin vinna við hönnun torgsins. Torgið var formlega vígt á Þjóðhátíðardaginn á síðasta ári. Lýsing á torginu var unnin af Verkís í samvinnu við Landmótun.

Megin hugmyndin var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi. Lýsingarlausnir torgsins taka mið af þessari hugmynd og skapa umhverfi sem er síbreytilegt. Lýsingin á Akratorgi er bæði hugsuð sem almenn lýsing frá ljósastaurum í kringum torgið og skrautlýsing sem er stýrt í spjaldtölvu og lýsir á svið, styttu, gosbrunn og gönguleiðir innantorgsins.

 

Í áliti dóm­nefnd­ar um verkið Akra­torg seg­ir meðal ann­ars: „Sam­spil um­hverf­is­mót­un­ar og lýs­ing­ar er einkar vel heppnað. Al­menn lýs­ing þjón­ar vel sínu hlut­verki í verk­inu, auk þess sem hluti hennar auðgar um­hverfið með gagn­virkri, ný­stár­legri lýs­ing­ar­lausn. Þannig er „stemmn­ing“ breyti­legt eft­ir því sem við á, hvort sem um er að ræða árstíðir eða at­hafn­ir. Heild­ar­út­kom­an er sann­fær­andi, lýs­ing­in er þarmik­il­væg og eig­end­ur eru stolt­ir af verk­inu. Tækni­lega er verkið vel út­fært, skap­ar gott yf­ir­lit yfir svæðið, dreg­ur fram sér­kenni verks­ins og styrk­ir staðarand­ann. Lýs­ing­in er þriðja vídd­in í þessu verk­efni ogeyk­ur upp­lif­un og fjöl­breyti­leika svæðis­ins.“

Akratorg1

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Kristbjörg Traustadóttir komu að hönnun torgsins fyrir hönd Landmótunar.

IMG_0713