Vaðlaugar í Reykjavík

Vaðlaugar í Reykjavík

  • Heiti verks: Heitar vaðlaugar í Hljómskálagarði og Laugardal
  • Hönnuðir: Þórhildur Þórhallsdóttir, Jóhann S. Pétursson, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
  • Verkkaupi: Reykjavíkurborg
  • Framkvæmdaraðili: Grafa og grjót ehf. í Hljómskálagarði og Berg Verktakar ehf í Laugardal
  • Hannað: 2017-2018
  • Framkvæmt: 2018
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Samstarfsaðilar: Mannvit hf
Vaðlaugin í Hljómskálagarðinum

Sumarið 2018 opnuðu tvær heitar vaðlaugar í Reykjavík, önnur í Hljómskálagarðinum og hin í Laugardalnum. Verkefnið er sprottið upp úr íbúakosningunum Betri hverfi 2016-2017. Báðar laugarnar eru steyptar og í þeim er sírennsli af heitu vatni svo ekki þarf að nota nein hreinsiefni. Hitastigið á vatninu er um 34 gráður.
Hönnun laugarinnar í Hljómskálgarðinum er miðuð við alla aldurshópa. Unnið var að því að þarna er notalegt að sitja og horfa yfir Tjörnina á meðan tærnar fá að mýkjast í heitu vatninu. Form laugarinnar er langt og mjótt með kant sem liggur að hluta í bylgjum og myndar rými til að ólíkir hópar geti verið í lauginni á sama tíma, um leið og að það er notalegt að sitja þarna einn eða tveir saman. Setkantarnir eru tvennskonar og með sitthvora hæðina sem henta mismunandi aldurshópum. Annar kanturinn er steyptur, 38 cm á hæð og hinn kanturinn er 45 cm á hæð með breiðri timbursetu úr harðvið, klæddur grágrýti sem passar vel inn í Hljómskálagarðinn. Vatnið er um 25 cm og nær rétt upp fyrir ökkla.
Við hönnun laugar í Laugardal var horft á börn sem aðal notendahópinn. Kantar eru lágir og í lauginni eru tveir stútar sem sprauta vatni. Dýptin á vatninu er einungis 10 cm og hentar laugin vel til að busla og skvetta. Við vaðlaugina er langur setbekkur þar sem foreldrar geta sest niður og fylgst með. Lauginni var fundinn staður við gamla innganginn inn í Fjölskyldugarðinn sem gefur  staðnum nýtt hlutverk en sá inngangur er lítið notaður. Staðurinn er einnig sérlega sólríkur og skjólgóður og í góðum tengslum við aðalstíga Laugardalsins.

Two warm “pools for feet” opened in Reykjavík in 2018. Both pools are warm, about 34 °C, heated with geothermal heat from Nesjavellir. The pool in Hljómskálagarður is located by the Tjörnin-pond in Reykjavík city centre. This pool is meant to be a resting place and is designed for both young and old. It is long and narrow, with wavy form to give different groups an opportunity to use it at the same time. The pool in Laugardalur is in a green recreational area, next to a small farm zoo/amusement park and Reykjavík Botanical garden. It is specially designed for children, with two fountain nozzles, low edges and only 10 cm deep water, perfect for splashing and playing. The pool is in a sheltered, sunny spot near the old main entrance of the amusement park, giving the place a new function.