Minningarreitur við snjóflóðagarða Neskaupstað

Minningarreitur við snjóflóðagarða Neskaupstað

  • Heiti verks: Snjóflóðavarnir. Aðkoma og minningarreitur við Tröllagiljasvæði
  • Hönnuðir: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir
  • Verkkaupi: Fjarðabyggð
  • Framkvæmdaraðili: Héraðsverk ehf., hleðslur Alverk eh.f
  • Hannað: 2010-2011
  • Framkvæmt: 2011-2016
  • Sveitarfélagi: Fjarðabyggð
  • Samstarfsaðilar: Verkís, EFLA

Við hönnun snjóflóðagarða í Neskaupstað hefur Landmótun komið að mótvægisaðgerðum og yfirborðsfrágangi. Í því felst að unnið sé með ásýnd mannvirkjanna svo þau falli sem best inn í landslagið og að þau bæti möguleika til útivistar fyrir íbúa. Nýir stígar og áningastaðir eru gerðir við garðana og hægt er að ganga eftir görðunum endilöngum og njóta útsýnis yfir byggðina og út Norðfjörð. Í samvinnu við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð var ákveðið að gerður yrði minningarreitur. Reiturinn er staðsettur innan við þéttbýlið á Norðfirði.  Minningareiturinn ásamt áningarstað neðan vegar með lítilli bryggju og tjörn mynda einskonar bæjarhlið þegar komið er inn í Neskaupstað. Minningarreiturinn er helgaður minningu þeirra sem farist hafa í snjóflóðum í Neskaupstað. Reitinn prýðir minnisvarði eftir Robyn Vilhjálmsson sem gerður er úr járni og náttúrusteini og táknar þau sautján mannslíf sem snjóflóðin í Neskaupstað tóku á árunum 1885, 1974 og 1978. Við minningarreitinn er jafnframt upplýsinga- og söguskilti um snjóflóð í Neskaupstað. 

In Neskaupstaður in Norðfjörður 17 people have lost their lives to avalanches. According to the hazard assessment for Neskaupstaður about half of the residences are in the category C hazard zone. This implies that protection measures for the area are required. The defence structures, a combination of supporting structures in the starting zones of avalanches, breaking mounds and catching dams, are intended to protect the residential area from snow avalanches and landslides. The construction began in October 1999, beneath Drangagil ravine. Shortly after, the preparation for defence structures began beneath Tröllagil ravine. The supporting structures are intended to prevent the release of avalanches from starting zones high up in the mountainside. The purpose of the dams and the excavated trough is to stop avalanches and guide part of them away from the village and on to the sea. The defence structures are impressive, and they create new forms of landscape above the settlement of Neskaupstaður. To compensate for the environmental impact of the structures, the site is designed to be used as a recreational area. Walkways, parking and rest areas create opportunities for outdoor activities close to the residential areas, walks along the crown of the dams provide a panoramic view over Neskaupstaður and the bay area.