Útsýnispallur við Hundafoss

Útsýnispallur við Hundafoss

  • Heiti verks: Útsýnispallur við Hundafoss
  • Hönnuðir: Þórhildur Þórhallsdóttir
  • Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður
  • Framkvæmdaraðili: Eystra Hraun ehf og RR Tréverk ehf.
  • Hannað: 2015-2016
  • Framkvæmt: 2017
  • Sveitarfélag: Hornafjörður
  • Samstarfsaðilar: EFLA Verkfræðistofa

Hundafoss liggur við vinsæla gönguleið í átt að Svartafossi. Mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína um stíginn og er þörf á áningarstöðum á leiðinni. Hundafoss sést frá göngustígnum en þar sem hann var falinn bak við birkikjarr sóttust gestir í að fara af stígnum til að sjá fossinn betur.  Ákveðið var að gera útsýnisstað við stíginn þar sem betur sést í Hundafoss og stuðla að minni ágangi á umhverfið og um leið gera áningarstað þar sem hægt er að draga sig aðeins út af stígnum og njóta útsýnis yfir sandinn og upp á Öræfajökul. Sérstaklega var litið til þess að pallurinn myndi falla vel að umhverfinu og jafnframt vera með líkt yfirbragð og áningarstaðurinn við Svartafoss. Áhersla var lögð á að nota vönduð og endingargóð efni og er pallurinn gerður að mestu úr stáli og að hluta til klæddur með lerki úr íslenskum skógum.

Hundafoss is a small waterfall on a hiking trail leading to the iconic Svartifoss in Skaftafell National Park. Hundafoss is the first waterfall to greet visitors on the trail but the waterfall was partly hidden in a small canyon and some shrub vegetation. This resulted in people stepping of the trail on to the slippery edge. To provide a better and secure view of Hundafoss, and a small resting place on the way to Svartifoss, a platform was built partly over the edge of the small canyon. The platform is made of steel and Icelandic larch timber.