- Heiti verks: Hafnarstræti – Endurgerð
- Hönnuðir: Þórhildur Þórhallsdóttir, Áslaug Traustadóttir
- Verkkaupi: Reykjavík
- Framkvæmdaraðili Grafa og grjót ehf.
- Hannað: 2016-2017
- Framkvæmt: 2017
- Sveitarfélag: Reykjavík
- Samstarfsaðilar Hnit verkfræðistofa
Hafnarstræti í Reykjavík er önnur
elsta gata borgarinnar. Gatan liggur í boga líkt og strandlína Reykjavíkur lá
upphaflega og er með nokkuð heillega götumynd með mörgum gömlum byggingum. Við
endurgerð austasta hluta götunnar, á milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu, var
fyrirhugað að takmarka bílaumferð og meðhöndla sem miðborgargötu með gangandi vegfarendur
í forgangi. Jafnframt þurfti að huga að vöruaðkomu, aðkomu héraðsdóms um
Kolasund og bílastæðum fyrir hreyfihamlaða.
Unnið var með samhangandi yfirborð á milli húsanna, götutré, sérhönnuð götugögn
og vatnslistaverk til að undirstrika göngugötuna. Eftir endilöngu Hafnarstræti er
grágrýtiskantsteinn lagður í boga sem undirstrikar legu götunnar og til að
stýra tilfallandi bílaumferð. Unnið var sérstaklega með litablöndur í
hellulögnum til að fá dýpt og hreyfingu í yfirborð og meðfram húsum og í
þverböndum var notaður gamall steinn úr grágrýti. Kolasundið fékk dökkt
yfirborð sem nær þvert yfir Hafnarstræti og er skírskotun í kolaburð liðins
tíma.
Verkefnið er hluti af endurnýjun gatna Pósthússtræti–Tryggvagata.
Urban
street in Reykjavík city center. Hafnarstræti (Harbor-street) is one of the oldest
streets in Reykjavík, drawing its soft curve from the old seafront.
A full renovation of the street and a small alley, Kolasund, was needed, with
emphasis on pedestrian traffic. Wall to wall floor, custom designed street
furniture, trees and a water sculpture give this small street a modern look,
yet it is full of old charm. The
area is a part of a bigger renovation project; Pósthússtræti – Tryggvagata