Borgartún – Endurgerð

Borgartún – Endurgerð

  • Hönnuðir: Yngvi Þór Loftsson, Lilja Kristín Ólafsdóttir
  • Verkkaupi: Reykjavík
  • Framkvæmdaraðili:  Garðyrkjuþjónustan ehf.
  • Hönnunarár: 2013-2014
  • Framkvæmdarár: 2014-2015
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Samstarfsaðilar: EFLA verkfræðistofa

Framkvæmdir við endurgerð gangstétta og gerð hjólastígs í Borgartúni eru hluti af áætlun um endursköpun Reykjavíkur sem hjólaborgar. Markmið framkvæmdanna var að breyta ásýnd götunnar og skapa vinsamlegt umhverfi fyrir þá sem vilja tileinka sér vistvænar ferðavenjur.

Bílastæði og ósamstæðar byggingar einkenndu Borgartúnið ásamt slitróttum tengingum eftir og yfir götu. Ákveðið var gera götuna að einni heild þar sem gangandi og hjólandi yrðu settir í forgang.

Upphafleg hugmynd að öðruvísi yfirbragði eða munstri í gangstéttum var sett  fram í deiliskipulagi Borgartúns þar sem lagt var til að gatan fengi á sig bjart yfirbragð.

Mikil áhersla var lögð á mynstur og liti í hellulögn til að skapa Borgartúninu sérstöðu. Á hjólastígum er einstefna beggja vegna götu. Leiðarlínur voru settar fyrir sjónskerta og blinda og eyjar á götunni eru ætlaðar til að auðvelda vegfarendum að fara yfir hana. Gróður sem aðskilur götu og hjólastíg myndar grænan ramma eftir Borgartúninu. Nýstárlegir ljósastaurar setja sterkan svip á heildarmyndina.

Áningarstaður er til móts við Höfða þar sem vegfarendur geta notið útsýnis yfir eyjarnar og Sundin. Hann er afmarkaður með tilhöggnum grágrýtisveggjum og þar eru bekkir og drykkjarfontur.

Hringtorgin voru  endurnýjuð og mynstur í göngustígum tengja þau við heildargötumyndina. Á hringtorginu við Katrínartún er listaverkið Obtusa eftir Rafael Barrios, en upplifun af því er misjöfn eftir því frá hvaða átt það er skoðað.

The city street of Borgartún was reconstructed as a colourful and bright street with an emphasis on pedestrians and cyclists. Segregated cycling lanes and borders of vegetation are part of making the street safer for all modes of transportation. With its strong patterned sidewalks and red coloured street lamps and benches, Borgartún has created an image for itself that is unique in the cityscape of Reykjavík.