Staðfesting á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

Staðfesting á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

Þann 5 júlí staðfesti Skipulagsstofnun Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2023 sem samþykkt var í sveitarstjórn 22. mars 2023.

Um er að ræða endurskoðun á Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 sem fellur úr gildi við gildistöku hins nýja aðalskipulags.

Leiðarljós aðalskipulags byggir á meginmarkmiðum gildandi aðalskipulags sem miðast við að sjá fyrir nægu landrými fyrir mismunandi starfsemi til næstu 12 ára. Yfirmarkmið skipulagsins er að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf og gera búsetu á svæðinu aðlaðandi og eftirsóknarverða fyrir fólk á öllum aldri.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar það hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.