Umhverfi Þingvallakirkju

Staðsetning: Þingvallakirkja í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Notkun: Umhverfi Þingvallakirkju.
Samstarf: Guðjón I. Sigurðsson ljósamaður hjá VERKÍS kom að ákvörðunum um lýsingu við kirkju, Grásteinn steinsmiðja vann hraungrýti sem notað er í stéttar og tröppur. Um framkvæmd verksins sá Kolbeinn Sveinbjörnsson frá Heiðarbæ.
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen.
Verkkaupi: Sóknarnefnd Þingvallakirkju og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
Hönnunartími og verktími: Unnið 2007 til 2010.

Í lok árs 2010 lauk endurbótum á umhverfi Þingvallakirkju. Þingvallakirkja er sóknarkirkja og var reist 1859.  Þegar ráðist er í framkvæmdir á stað eins og Þingvöllum þarf að fara að öllu m eð mikilli gát.

Segja má að fornleifafræðingar hafi grafið fyrir undirstöðum þeirrar litlu stéttar sem nú hefur verið gerð fyri r framan kirkjuna.  Við uppgröftinn kom í ljós ummerki sem varpa ljósi á grunn 16. aldar timburkirkju auk forláts innsiglisgullhrings.  Fornleifauppgröfturinn var unnin af Margréti Hallmundsdóttur fornleifafræðingi.

Sjá frétt á heimasíðu Þjóðgarðsins á
Þingvöllum frá 15. maí 2009 www.thingvellir.is.

Langholtskirkja

Staðsetning: Langholtskirkja, Sólheimum 11 – 13, Reykjavík.
Notkun: Kirkjutorg, aðkoma og umhverfi kirkju og safnaðarheimilis.
Samstarf: Hnit verkfræðistofa, Rafhönnun og Þórarinn Þórarinsson arkitekt.
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir og Samson B. Harðarson.
Verkkaupi: Safnaðarstjórn Langholtskirkju – umhverfi kirkju og safnaðarheimilis. Reykjavíkurborg – bílastæði.
Hönnunartími og verktími: Lokið 2005.
Stærð: Svæði heild um 8500 m2

Hönnun á umhverfi eldri kirkju og safnaðarheimilis í borgarumhverfi. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á að undirstrika stílhreinan arkitektúr byggingarinnar og skapa umgjörð um þær athafnir og menningarviðburði sem fram fara í kirkjunni.

Lóðin var hönnuð af landslagsarkitektunum Áslaugu Traustadóttur og Samson B Harðarsyni.  Þórarinn Þórarinsson arkitekt hannaði klukkuturninn en aðrir sem komu að hönnun voru m.a. verkfræðistofan Hnit og Rafhönnun.   Framkvæmdin var samstarfsverkefni gatnadeildar Reykjavíkur og safnaðar Langholtskirkju.

18.8.2010 veitti Reykjavíkurborg lóð Langholtskirkju viðurkenningu í flokki stofnannalóða. Lóðin fékk viðurkenningu fyrir góðan og fallegan lóðafrágang. Lóðin er sögð vera “stílhrein, gróðri komið fyrir á smekklegan hátt og aðgengi allra um lóðina er gott”.

English: The timeless and stylish architecture of the building was the main focus in the design process. As was easy access and to create a framework for the activities and cultural events that take place in the church.

 

2010. Reykjavik city grants Langholtskirkja recognition in the category of institutional grounds.