Staðsetning: Þingvallakirkja í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Notkun: Umhverfi Þingvallakirkju.
Samstarf: Guðjón I. Sigurðsson ljósamaður hjá VERKÍS kom að ákvörðunum um lýsingu við kirkju, Grásteinn steinsmiðja vann hraungrýti sem notað er í stéttar og tröppur. Um framkvæmd verksins sá Kolbeinn Sveinbjörnsson frá Heiðarbæ.
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen.
Verkkaupi: Sóknarnefnd Þingvallakirkju og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
Hönnunartími og verktími: Unnið 2007 til 2010.

Í lok árs 2010 lauk endurbótum á umhverfi Þingvallakirkju. Þingvallakirkja er sóknarkirkja og var reist 1859.  Þegar ráðist er í framkvæmdir á stað eins og Þingvöllum þarf að fara að öllu m eð mikilli gát.

Segja má að fornleifafræðingar hafi grafið fyrir undirstöðum þeirrar litlu stéttar sem nú hefur verið gerð fyri r framan kirkjuna.  Við uppgröftinn kom í ljós ummerki sem varpa ljósi á grunn 16. aldar timburkirkju auk forláts innsiglisgullhrings.  Fornleifauppgröfturinn var unnin af Margréti Hallmundsdóttur fornleifafræðingi.

Sjá frétt á heimasíðu Þjóðgarðsins á
Þingvöllum frá 15. maí 2009 www.thingvellir.is.