Landmótun á Hönnunarmars í Hörpu

Landmótun tekur þátt í sýningu SAMARK í Himnastiga Hörpu á Hönnunarmars 23. – 26. mars 2017 en yfirskrift sýningarinnar er Virðisauki arkitektúrs. Landmótun kynnir þar útsýnispalla og göngustíga sem stofan hannaði við Dettifoss í Jökulsárgljúfri. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í samvinnu við Eflu verkfræðistofu.

Dettifoss  er einn magnaðasti foss Íslands og áfangastaður fjölda ferðamanna allt árið um kring.  Á hamrabrún var valinn nýr útsýnisstaður sem opnar sýn inn gljúfrið, beint á fossinn. Pallarnir eru tveir og gefur annar færi á að standa í fossúðanum. Svífandi stígur frá bílastæði mun verða öllum fær. Efni var valið í samræmi við umhverfi, gráleitar glertrefjagrindur, stál og lerki. Grindurnar þola mikinn ágang, eru stamar og hreinsa vel af sér snjó og klaka. Við framkvæmdina var landinu hlíft eins og hægt er. Pallar og stígar eru með festingum sem gerir afturkræfni mögulega.

Útsýnispallur við Dettifoss sem reistur var 2015 (Landmótun sf.)

Markmið er að styrkja innviði, stýra álagi og auka ánægju gesta auk þess að veita komandi kynslóðum tækifæri til að njóta þeirra náttúrugæða sem í dag er stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með því skapast hringrás upplifunar, öryggis og verndunar íslenskrar náttúru.

Sýningarhönnuður fyrir Landmótun er Þórarinn Blöndal myndlistarmaður.

Við hvetjum sem flesta að koma við í Hörpu um helgina.

Kringså, leiksvæði fyrir einhverfa í Osló

Staðsetning: Sognsveien, Oslo.
Notkun: Skólalóð
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir
Samvinna:  VSÓ verkfræðistofa.
Verkkaupi:  Osló, undirvisningsbygg.
Hönnunar- og verktími:  2014- í vinnslu
Stærð: um 1200 m²

HS1405_Kringsaa-01Hönnun á umhverfi nýbyggingar sem að stórum hluta er ætluð nemendum með einrænu. Við bygginguna er aflokaður garður sem sérstaklega er miðaður að þörfum þessa nemendahóps. Garðinum er skipt upp í einingar eða svæði, bæði með efnisvali og notkun á gróðri. Leiktæki og setsvæði miðast við að mæta mismunandi þörfum og getu einstaklinga. Garðurinn býður m.a. upp á margbreytilega hreyfingu, frjálsan leik og boltaleiki. ásamt dvalarsvæðum bæði fyrir einstaklinga og stærri hópa. Létt þök úr segldúk mynda notaleg rými. Litaval er varfærið og lögð er áhersla á þægilegt og auðlesið umhverfi. Öll hönnun miðast við aðgengi fyrir alla.

HS1405_Kringsaa-02

 

English: Landscape design to tender. Renovation of a school ground around a new building for pupils with autism. A closed garden was specially designed with this in mind. The garden has different areas, indicated with floor material and use of vegetation. There are possibility for different movement, free games and ball playing. Different sitting areas give place for togetherness as well as solitude, using light sail roofs for room giving. Cautious use of color and universal design makes the area welcoming, safe and easy to use.

Nauthólsvík, ylströnd

Staðsetning: Nauthólsvík í Reykjavík.
Notkun: Baðströnd
Samstarf:
Flóðgarðar ofl(surface and dam): Fjarhitun, Jóhann Indriða, Almenna/Verkis engineers
Þjónustubygging(Service centre) : Arkibúllan architects
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Yngvi þór Lofsson aðalhönnuður,  Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir meðhönnuðir
Verkkaupi:  Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími:  1999 – í vinnslu
Stærð: um 4000 m²

Meginmarkmið við hönnun Ylstrandar í Nauthólsvík var að styrkja aðstöðu til útiveru, sólbaða og sjóbaða líkt og tíðkuðust á árum áður. Að sumarlagi er sjór við ströndina um 10°C og þá er fyrir hendi umtalsvert affallsvatn frá Orkuveitunni sem er um 30°C. Vatnið er notað til að hita upp sjó í afmörkuðu rými til þæginda og yndisauka fyrir baðgesti.

Yfirfallið af heitu vatni frá tönkunum í Öskjuhlíð er notað til að hita upp Atlantshafið og bjóða upp á aðgengilega almenningsströnd til sjó- og sólbaða í Reykjavík. Við hönnun og framkvæmd var leitast við að sýna sögunni og umhverfinu virðingu en þessi hluti strandarinnar var að miklu leyti manngerður. Í seinni heimsstyrjöldin var hér t.d. höfn fyrir sjóflugvélar og hvilftir gerðar til að mynda skjól fyrir flugvélarnar. Ströndin er lögð skeljasandi úr Faxaflóa, umlukin bryggju og sjóvarnargörðum. Bryggjan er að hluta til úr grjóti gömlu flugbátabryggjunnar. Innan garðanna er heitu vatni dælt í sjóinn og hann hitaður í um 20° að sumarlagi. Í mynni flóðgarða er þröskuldur svo að ekki fjari alveg út við háfjöru og „segl“ á flotholtum heldur hlýja vatninu lengur í víkinni þegar fjarar út.
Ylströndin var opnuð formlega árið 2000 og ári síðar þjónustubyggingin. Ýmsu hefur verið bætt við síðar, t.d. sett upp útisturta, göngustígum og áningarstöðum bætt við, enda á ströndin að vera síbreytileg og þróast með notkun og þörf.

English: The main idea behind the Thermal beach is to produce a lagoon heated by geothermal waters to improve the conditions for outdoor activities, sunbathing and sea bathing in Reykjavík.
A superfluous geothermal waters in the summertime is used to produce a temperature of 18-20°C in the lagoon. One of the goals in the designing process was to respect the history but the site has been used for different purpose, f. ex. in World War II this was a port for sea plains. At the site is a peer (partly the old sea plain peer) sand beach, upstream system for heating the lagoon, pathways, parking lots etch. The beach opened in year 2000 and one year later the service building.