Háskólinn í Reykjavík

Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Notkun: Háskóli lóð og umhverfi
Samstarf:
Háskólabygging; Henning Larsen, Arkís. Mannvit, Verkís
Kaffi Nauthóll: Nexus Architects, Almenna
Bílastæði: Efla, Verkís
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen og Áslaug Traustadóttir
Verkkaupi: Reykjavík University og Reykjavíkurborg
Hönnunartími: 2007-2010
Stærð: Lóð háskóla 46.706 m2.  Með bílastæðum og Kaffi Nauthól ca. 100.000 m2

Árið 2006 var haldin samkeppni um skipulag og hönnun.  Landmótun tók þátt sem samstarfsaðilar Henning Larsen Tegnestue A/S frá Danmörku og Arkís ehf.   Niðurstaða dómnefndar var að fara í samstarf við hópinn um frekari útfærslu á hugmyndinni.
Hlutverk landslagsarkitektana var hugmyndavinna í samkeppnisteyminu, gerð breytinga á deiliskipulagi  í samvinnu við deiliskipulagshöfunda og síðan útfærsla á lóð og umhverfi til útboðs.
Megin hugmynd samkeppnistillögunnar var að háskólinn byggðist umhverfis lifandi miðju  “a living unviversCity” um leið og hann stæði fram sem ákveðið, nýtt og ferskt  landamerki í höfuðborginni Reykjavík.  Háskólinn er byggður upp eins og miðborg með torgum, götum og görðum.  Hönnun á lóð og umhverfi miðaðist við það sérstæða umhverfi sem byggingin stendur í. Háskólinn er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar, rétt við ylströndina í Nauthólsvík. Til viðbótar var unnið að umhverfi stúdentakaffihúss (kaffi Nauthóll) sunnan við háskólann og bílastæðum norðan við hann. Litið var á þaksvæði bygginganna sem umhverfisflöt, enda áberandi í umhverfinu.  Þökin eru lögð lyng og mosaþökum, sjávarborðum steinum og harðviðapöllum.  Sérstakt lag bygginganna, sem teygja sig allar út frá miðjunni “sólinni” og út í umhverfið, leifðu að landslagið vari dregið að og inn á milli bygginganna.  Skógurinn í Öskjuhlíð  og grassvæðið við rústir gamla bæjarins Nauthóls  tengjast alveg inn að byggingunni og umlykja hana.  Að aðalinngangi liggur borgartorg þar sem unnið er með steinsteypu, grágrýti og sérstaka lýsingu.

Project Details:
Location: Reykjavík, Iceland
TypeUniversity Campus
Partners:
Háskólinn (University): Architects: Henning Larsen, Arkís. Cons. engineers: Mannvit, Verkís
Café: Nexus Architects, Almenna Consulting engineers
Car park:  Consulting engineers: Efla, Verkís
Landscape arcitekts: Einar E. Sæmundsen og Áslaug Traustadóttir
Client: Reykjavík University og Reykjavíkurborg
Design date: 2007-2010
Gross area: Lóð háskóla / Campus; 46.706 m2.  Með bílastæðum og Kaffi nauthól / With Car parks and Café ca. 100.000 m2

Price winning Competition project from 2006.
Landscape design for the Campus around the new education and administration buildings of the University of Reykjavik.  The Campus is situated in the foothill of Öskjuhíð, near Nauthólsvík geothermal beech.
The layout of the University is classic, close-knit urban structure with streets, squares, recesses and courtyards. The main central space of the University – Crossroads – fulfils the function of the main square of a classic town.  The surroundings are “drawn in to” the center between the buildings with grass turf, local trees, water, and height quality concrete pathways.  The courtyards or small gardens, each with unique design will give identity and daylight inn to the University building. A pattern of colors and materials changing with the season and time of day.
Since, from several positions, the roof of the university is visible from above, the different levels of the roof are treated as a series of differentiated surfaces.  These roof carpets are seen as a mix of wooden decks, rocks and different types of moss

Lækurinn í Hafnarfirði

Lækurinn í Hafnarfirði - loftmynd

Staðsetning: Hafnafjörður
Notkun: Útivistarsvæði og gönguleiðir í miðbæjarumhverfi.
Samstarf: Efla consulting engineers, Tera s/f, Vsb consulting engineers.
Landslagsarkitektar Landmótun:  Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hermann G Gunnlaugsson og Áslaug Traustadóttir.
Verkkaupi: Harnarfjarðarbær
Stærð heild: um 18.000 m2.
Unnið ár: Fyrri áfangi 2001–02, seinni áfangi 2007-08.

Hönnun á útvistarsvæði, götu og gönguleið meðfram Læknum í Hafnarfirði, frá Hörðuvöllum að Austurgötu.
Verkefnið er framhald af frágangi á skóla- (nýi Lækjarskóli)  og leikskólalóð við Hörðuvelli, sem var 1. verðlauna verkefni í samkeppni frá árinu 2000.

 

Lækjarsvæðið er mikilvægur hlekkur í útivistarkeðju sem tengir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar aðliggjandi heiðum.  Svæðið hefur þá sérstöðu að nýtast til útivistar jafnt að sumri sem vetri, en Hamarskotslækinn leggur iðulega á veturna og er þá nýttur vel af skautafólki.   Mikið fuglalíf einkennir svæðið en votlendið sunnan við er ákjósanlegt fæðu- og hvíldarsvæði, auk þess sem tíðar ferðir Hafnfirskra fjöldskyldna niður að Læk til þess að gefa öndunum bæta um betur.

Eitt aðalmarkmið við hönnun svæðisins var að draga fram þessi sérkenni í umhverfinu og um leið undirstrika andstæður manngerðra og náttúrulegra þátta.

Mjög sterk rýmismyndun er einkennandi fyrir svæðið.  Vatnið er lágpunktur og landið rís á þrjá vegu; Hamarinn til suðvesturs, hraunjaðarinn til austurs og byggðin í Hraununum til norðurs.   Fyrir vikið eru vellirnir í miklu skjóli fyrir ríkjandi vindáttum.  Sérstætt samspil  mann-gerðra þátta og náttúrulegs umhverfis; hrauns, lækjar og votlendis er ein-kennandi.

 

 

 

 

Gerður var göngustígur niðri við vatnsborð meðfram læknum allt frá Hörðuvöllum.  Við Skólabraut var stígurinn á hluta á brú þannig að vatnslistaverk fái notið sín sem best. Í lækinn voru sett nokkur fossa-þrep og eyjur stækkaðar með betri aðkomu fyrir fuglana.

English: Urban park, street and pathway along The Creek in Hafnarfjordur.
The aerie is connected to the 1. prize project; A new school and kinder garden at Hörðuvellir.

The old Hörðuvellir park and the streets Tjarnargata and Skólabraut in front the old Lækjarskóli school building. A full renovating of  the park and streets and a new pathway along the water. Wooden bridge in front of a water sculpture was made, small waterfalls in the Creek and the small islands made larger with easy access for birds.Lækurinn í Hafnarfirði

 

Meira af HönnunarMars

Hönnunar Mars 2011
Hönnunar Mars 2011
Hönnunar Mars 2011 Boxið
Hönnunar Mars 2011

Félag íslenskra landslagsarkiktetka byggði sýningu sína á lokuðuð boxum sem félagsmenn fylltu með landslagi. Landmótun setti upp sýninguna Á KANTINUM þar sem sýnd voru verk sem öll fjölluðu um vatnskant. Gengið var inn í (út á) strönd með fjörusandi, steinum, sólstól og sjávarnið.