Auglýsing tillögu að deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi

Auglýsing tillögu að deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi

Sveitarfélagið Ölfuss, auglýsing á tillögu að deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi.

Skipulagssvæðið nær frá Hengladalsá meðfram gönguleiðinni í Rjúpnabrekkum að bílastæði sem staðsett er við Klambragil. Skipulagssvæðið er um 310 ha. Deiliskipulagið gerir grein fyrir stígum, áningastöðum, reiðleiðum og hverfisvernd inna deiliskipulagssvæðisins. Horft er til þess hvernig styrkja má Reykjadalinn í Ölfusi sem útivistarsvæði og hvernig hægt verði að tryggja að núverandi gönguleið inn Reykjadalinn þoli núverandi og aukna umferð um dalinn, hvort sem er að ræða  gangandi, hjólandi eða ríðandi vegfarendur. Tillagan gerir grein fyrir hvernig hægt er að bæta núverandi stíg og baðaðstöðu. Náttúrulaug er í dalnum sem mikið er sótt og hefur umferð við baðlækinn skemmt bakkana. Byggja þarf upp bakkana og gönguleið á milli baðstaða og einnig að koma upp snyrtingu sem fellur vel að landslaginu. Tillagna sýnir einnig hvar má koma fyrir upplýsingaskiltum, merkingu gönguleiða, nýjum áningarstöðum og hestagerði. Einnig sýnir tillagan hvar hægt er að taka efni til lagfæringar og úrbóta á stígakerfi svæðisins og hvaða gönguleiðir verða opnar og hverjar lokaðar. Reykjadalurinn er háhitasvæði með opnum hverum sem mikil hætta getur stafað af, sé farið of nálægt þeim.

Skipulagslýsing hefur verið auglýst og kynnt. Svör við lýsingunni voru jákvæðar. Einnig hefur verið opinn kynningarfundur þar sem fyrirhuguð tillaga að deiliskipulagi var kynnt.

Tillaga að deiliskipulagi liggur frammi til kynningar í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá 9-12 og 13-16. Einnig er tillagan til kynningar í LBHÍ að Reykjum í Ölfusi. Tillagan verður einnig á heimasíðu Ölfuss og á heimasíðu. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast tillögu að deiliskipulagi;

Deiliskipulagsuppdráttur

Greinargerð

Tillagan er til kynningar frá 18. júní 2013 til 30. júlí 2013. Ábendingar og athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist fyrir 30. júlí 2013 til Sveitarfélagsins Ölfuss, b.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.