Leikskólinn Berg

Leikskólinn Berg

Staðsetning: Klébergi, Kjalarnes Reykjavík.
Notkun: Leikskólalóð
Samstarf: ASK arkitektar
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Áslaug Traustadóttir og Samson B Harðarsson
Verkkaupi:  Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími:  2003-2006
Stærð: 10.000 m² þar af leiksvæði 2700 m²

Hönnun á leikskólalóð við nýja byggingu undir gamalgróinn leikskóla á Kjalarnesi.

Leikskólinn var færður á nýjan stað þar sem hann stendur á opnu svæði með útsýni yfir sjóinn. Við hönnun var sjálfbærni og umhverfi haft til grundvallar.  Byggingin er klædd með rekavið og er það efni einnig notað í skjólgirðingar og „hellulögn“  á lóð.  Annað sjáanlegt timbur á lóð er ómeðhöndlað greni.Öll leiktæki eru endurnýtt tæki frá lóð gamla leikskólans og ekki keypt nein ný leiktæki.  Unnið var með náttúruna sem form og efni og þannig gerðir nýir og spennandi leikmöguleikar. Meðal annars var regnvatn af þaki leitt í „bunustokk“ niður á stóran stein við húsvegg  og þaðan í rás á yfirborði út fyrir lóðina og áfram út í sjó. Gerður var grænmetisgarður, byggður grashóll með steinabyrgi í toppinn, reistar rekaviðarsúlur, gerðar timburbryggjur og brýr ofl. Leikskólinn hefur hlotið heitið Berg eftir Klébergi, litlum höfða sem skagar út í sjóinn rétt austan við leikskólann.

English:Landscape design for playground surrounding a new building for established kindergarten in Kjalarnes, rural Reykjavík. The kindergarten moved to a new place on an open area overlooking the sea. Sustainability and the unique surrounding is the inspiration of the design. The building is covered with driftwood and the material is also used in shelters, fences and “pavement” in the playground.  Other visible wood outdoor is untreated spruce.Playground equipment from the old kindergarten site were re-used on the new plot, no new equipment was purchased. Nature elements were used as form and material to designed new and exciting paly options. Among other things the rainwater from the roof falls from a “water slide” to a small ditch on the surface on to the sea. A vegetable garden was prepared, grassland formatted as small hills, one with rocks fold in the top and driftwood pols raised.The kindergarten is now called “Berg” after the small peninsula “Kléberg” situated on the coastline east of the kindergarten.