17.12.204. Tillaga Landmótunar ásamt VA-arkitektum og Erni Þór Halldórssyni –Þar sem ljósgrýtið glóir– hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun Landmannalauga. Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (Fíla) efndu til samkeppninnar. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar 17. desember 2014.
Tillagan byggir á þeirri hugmynd að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum vìðernum hálendisins á svæðinu við Laugahraunið. Þar sem ný gönguleið myndar samhangandi þráð sem nær frá nýju tjaldsvæði og móttökuhúsi við Sólvang og allt suður að Grænagili. Vörðuð gönguleiðin liggur meðfram áreyrum og leiðir ferðalanginn eftir „söguþræði“ Landmannalauga. Markmið tillögunnar er að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: Um sterka og djarfa skipulagshugmynd er að ræða sem getur myndað góðan grunn fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á svæðinu. Djörf hugmynd er að hafa nýtt þjónustuhús og aðstöðu fyrir daggesti við Námskvísl. Tillagan hefur í för með gjörbreytta ásýnd Laugasvæðisins. Færsla vegar við gatnamót við Fjallabaksleið opnar gestum sýn inn í Laugar.
Að tillögunni unnu fyrir hönd Landmótunar Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir og Margrét Ólafsdóttir.
Hér má skoða hlutatillögunnar renningur og greinargerð .