Staðsetning: Selásbraut 56, Reykjavík.
Notkun: Leikskólalóð 
Landslagsarkitektar Landmótun: Yngvi Þór Loftsson, Kristbjörg Traustadóttir og Jóhann Sindri Pétursson 
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími: 2014-2015
Stærð: 2750 m²

Lagt var upp með að auka flæði innan lóðarinnar og ýta undir fjölbreyttari leik með myndun mismunandi svæða. Endurnýting var mikilvægur hluti af verkinu og tókst að endurnýta nánast allar hellur og gróður sem var á lóðinni.

HS-Heidrab_01HS-Heidrab_04Hringhjólaleið var lögð umhverfis kastalasvæðið og börnum gefið færi á að ferðast um alla lóðina á hjóli. Lega sleðabrekku var breytt til að stýra börnum frá því að renna á bygginguna. Tröppum vestan við skólann var skipt út fyrir timburstalla sem nýtast nú sem áhorfendasæti. Ýtt er undir jákvæð áhrif skógarsvæða á börn með samspili hærri trjáa og kurli í skógarbotni á norðurhluta lóðarinnar auk gjafabrettis til að auka fuglalíf á svæðinu. Náttúruleiksvæði með jafnvægisslám, tipplum úr trjástofnum og grjótstiklur úr endurnýttu efni frá lóðinni leiðir börnin frá skógarsvæðinu meðfram upphækkuðum matjurtagarði að sandkassa með kofa fyrir eldri börnin.

Matjurtagarður var upphækkaður til að auðvelda börnum að taka þátt í ræktuninni. Þar sem fallvarnarefna var þörf undir leiktækjum var möl skipt út fyrir gervigras og gúmmímottur á slitflötum. Stórir fletir gerviefna voru brotnir upp í lit til að nýta skæra liti þeirra í leik.

English:
Renovation of older kindergarten playground. The design focused on diversity,
using different types of materials and creating spaces with an emphasis on
imaginative play