Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og  Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun 2012 þann 14. desember kl. 12.14 af borgarstjóra Reykjavíkur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra.

Með stígnum er opnað fyrir betri möguleika á að nota reiðhjól sem samgöngumáta. Þetta er metnaðarfullt verkefni en nýi stígurinn er  hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Í sumar gengu Vegagerðin og Reykjavíkurborg frá samningi um uppbyggingu þess.

Þórhildur Þórhallsdóttir og Áslaug Traustadóttir Landmótarar hafa unnið að hönnun stígsins fyrir Mosfellsbæ.

 

Verkið var unnið af verktakafélaginu Glaum ehf.  Sett var upp göngubrú, jarðvegsskipti námu 4.500 rúmmetrum og malbikaðir voru um 5 þúsund fermetrar. Gengið var frá ræsum og 38 ljósstólpar settir upp.

Í vor þegar veður leyfir verður gengið frá yfirborðmerkingum til að aðskilja gangandi og hjólandi.  Einnig er eftir að ganga frá hraðahindrun á aðkomuveg að Bauhaus til að tryggja enn frekar öryggi hjólafólks og gangandi vegfarenda.

Þegar stígurinn var formlega tekinn í notkun þá tók Guðmundur Albertsson þessar skemmtilegu myndir.