Ævintýragarður Mosfellsbæ

Ævintýragarður Mosfellsbæ

Staðsetning: Svæði milli Varmár og Leirvogstungu í Mosfellsbæ.
Notkun: Útivistarsvæði í Mosfellsbæ.
Samstarf í samkeppni: Sviðsmyndir.
Landslagsarkitektar Landmótun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir, Einar Birgisson og Þórhildur Þórhallsdóttir.
Verkkaupi: Mosfellsbær.
Hönnunartími og verktími: Samkeppni unnin 2008. Verkefni er í vinnslu.
Stærð: Svæði heild um 68 ha.

Samkeppni um Ævintýragarð í Ullarnesbrekkum  á vegum Mosfellsbæjar.
1. Verðlaun 2008.

AÐ SPINNA ÆVINTÝR Megin markmið tillögunnar er að mynda flæði, draga fram sérkenni og einstaka náttúru svæðisins. Gömlum malargryfjum er umbreytt í menningarlautir, bugðu er breytt í völundarhús og leirsléttu í kennslustofu – allt þetta og svo miklu meira verður umgjörð fyrir margvísleg ævintýr. Landið spinnur vef og skapar Ævintýralandið sjálft.

Fjölbreytt útivistarsvæði sem reiknað er með að unnið verði á löngum tíma. 1. áfangi – „Rósastígur“ byggður upp og gerður fær hjólandi og gangandi. 2009. Undirbúningur hafin að næstu áföngum 2010.

Landmótun sér um alla hönnunarvinnu, bæði undirbúning og síðan fullnaðarhönnun til útboðs þar sem það á við.