Akratorg tilnefnt til menningarverðlauna DV

Akratorg 16. júní 2016
Akratorg 16. júní 2014.

Landmótun hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir Akratorg í flokknum Arkitektúr. Menningarverðlaunin verða afhent þriðjudaginn 24. mars næstkomandi í Iðnó og alls eru 45 verkefni tilnefnd í níu flokkum, þar af fimm í flokknum Arkitektúr. Hin verkefnin eru Hverfisgata 71a frá Studio Granda, Hús í Árborg frá PK arkitektum, Hæg breytileg átt sem er rannsóknarverkefni um borgaraumhverfi og íbúðagerð og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ frá A2F arkitektum.

Til viðbótar við menningarverðlaunin mun forseti Íslands veita heiðursverðlaun og einnig verða lesendaverðlaun dv.is veitt en hér er hægt að fara inn á vefinn og kjósa það verkefni sem lesendum lýst best á.

Landmótun og verkfræðistofan Verkís fengu nýlega Íslensku lýsingarverðlaunin fyrir Akratorg.

Hönnunarsamkeppni Laugavegs

16.01.2015
Landmótun tók þátt í hönnunarsamkeppni um Laugaveg. Um var að ræða lokaða hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg hélt í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta – FÍLA.

VS1403_Laugatorg VS1403_Megasartorg

Markmið tillögu Landmótunar var að skapa aðlaðandi borgarrými sem myndar ramma um fjölbreytt mannlíf. Gangandi vegfarendum er gert hærra undir höfði og aðgengi fyrir alla haft í fyrirrúmi um leið og virðing er borin fyrir sögunni og húsin fá meira pláss og meiri athygli. Lögð var áhersla á Laugaveginn sem stað þar sem umhverfið hvetur fólk til að ganga, staldra við, dvelja, njóta og taka þátt í mannlífi borgarinnar. Unnið var markvisst með yfirborð og horfið frá hefðbundnum aðskilnaði bíla og gangandi umferðar.

Í umsögn dómnefndar segir “tillagan felur í sér áhugaverðar hugmyndir. Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri.  Tillagan býður upp á hlýlegt yfirbragð götu og ýmsar góðar hugmyndir.”

Hér má skoða tillöguna, renningur og greinargerð .

 

 

Endurbætt Akratorg verður tekið í notkun á 17. júní

10.06.2014.
Nýtt, endurbætt og glæsilegt Akratorg verður formlega tekið í notkun á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Tillaga Landmótunar varð hlutskörpust og hlaut 1.verðlaun. Megin hugmynd verðlaunatillögunnar var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi.

Deiliskipulag Akratorgsreits var síðan unnið á grundvelli samkeppnistillögunnar árið 2012. Í kjölfarið var hafin vinna við hönnun torgsins í samvinnu við bæjaryfirvöld á Akranesi.