Smábátahöfn á Eskifirði

Staðsetning: Fjarðabyggð, hafnarsvæði Eskifirði.
Notkun: Smábátahöfn
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir
Verkkaupi:  Hafnarstjórn Fjarðabyggðar
Hönnunar- og verktími:  2011-2012
Stærð: um 7.500 m²

Hönnun á yfirborðsfrágangi við smábátahöfn, bílastæði, gönguleiðir og áningarstaðir.

Hfn-Eskif_01Árið 2009 ákvað Hafnarstjórn Fjarðabyggðar að hefjast handa við lagfæringar á yfirborðsfrágangi við smábátahafnir í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á samræmdan frágang með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu þeirra sem nota hafnirnar sem vinnusvæði en einnig aðgengi og dvalarmöguleika almennings.

Eskifjöðrður var önnur höfnin sem ráðist var í og lauk framkvæmdum árið 2012.

Hfn-Eskif_02

Smábátahöfn á Fáskrúðsfirði

Staðsetning: Fjarðabyggð, hafnarsvæði Fáskrúðsfiðri.
Notkun: Smábátahöfn
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir
Verkkaupi:  Hafnarstjórn Fjarðabyggðar
Hönnunar- og verktími:  2013-2014
Stærð: um 18.000 m²

Hönnun á yfirborðsfrágangi við smábátahöfn; bílastæði, gönguleiðir, áningarstaðir og uppsátur fyrir báta.

Smabatahofn-Faskrudsf_01Árið 2009 ákvað Hafnarstjórn Fjarðabyggðar að hefjast handa við lagfæringar á yfirborðsfrágangi við smábátahafnir í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á samræmdan frágang með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu þeirra sem nota hafnirnar sem vinnusvæði en einnig aðgengi og dvalarmöguleika almennings.

Hfn-Faskr_01 Hfn-Faskr_04Hfn-Faskr_03

 

 

Fáskrúðsfjörður var þriðja höfnin sem unnið var að og fóru framkvæmdir aðallega fram sumarið 2014.

 

Athafnasvæði smábátahafnarinnar var endurskoðað, sjávarkantur endurgerður og aukið við fyllingu. Skilgreind voru uppsátur fyrir báta og reitir fyrir bátaskýli. Staðsett var þjónustubygging, bílastæði skilgreind, gerðar gönguleiðir og dvalarsvæði.

Smábátahöfn á Reyðarfirði

Staðsetning: Fjarðabyggð, hafnarsvæði Reyðarfirði.
Notkun: Smábátahöfn
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir
Verkkaupi:  Hafnarstjórn Fjarðabyggðar
Hönnunar- og verktími:  2010-2011
Stærð: um 10.000 m²

Hönnun á yfirborðsfrágangi við smábátahöfn, bílastæði, gönguleiðir, áningarstaðir og uppsátur fyrir báta.

Smábátahöfnin á Reyðarfirði, grunmynd

Árið 2009 ákvað Hafnarstjórn Fjarðabyggðar að hefjast handa við lagfæringar á yfirborðsfrágangi við smábátahafnir í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á samræmdan frágang með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu þeirra sem nota hafnirnar sem vinnusvæði en einnig aðgengi og dvalarmöguleika almennings.

Hfn-Reydf_02Hfn-Reydf_04

 

Höfnin á Reyðarfirði var sú fyrsta sem var framkvæmd en það var gert strax eftir að smábátahöfnin þar var stækkuð árið 2010. Allt svæðið umhverfis smábátahöfnina neðan Ægisgötu var skoðað ásamt nærliggjandi göngutengingum. Uppsátur fyrir báta var  afmarkað og áningarstaður gerður yst úti á hafnarkanti.

 

Smábátahafnir hafa mikið aðdráttarafl. Þær eru hluti af bæjarmynd heimamanna og eru mikilvægir áningarstaðir ferðamanna. Hönnunin tók mið af aðstæðum á hverjum stað en mikilvægt var að gera góðar gönguleiðir, dvalarsvæði og áningarstaði ásamt því að skilgreina aðkomuleiðir, bílastæði og möguleika á frekari uppbyggingu. Efnisval milli smábátahafna var samræmt þar sem bryggjutimbur var notað í bryggjupolla meðfram gönguleiðum, kanta á bílastæðum og í hjólagrindur. Stígar voru malbikaðir og dvalarsvæði hellulögð. Allur búnaður og lýsing var samræmd milli staða.

Smábátahöfnin á Reyaðrfiðir, bryggjutimbur notað við frágang