Samkomuhúsið á Akureyri, bílastæði og umhverfisfrágangur.

Staðsetning: Akureyri, Samkomuhús.
Notkun: Bílastæði og gönguleiðir
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Áslaug Traustadóttir, Samson Bjarnar Harðarson
Verkkaupi:  Akureyrarbær
Hönnunar- og verktími:  2003-2006
Stærð: um 10.000 m²

Samkomuhúsið á Akureyri er reisuleg, sögufræg bygging sem hefur þjónað Akureyringum sem leikhús í langan tíma. Húsið var byggt árið 1906 og skömmu áður  en húsið varð 100 ára stóð Akureyrarbær fyrir gagngerum endurbótum á húsinu og umhverfi þess.

IMG_0001-fyrir

Árið 2003 lá fyrir að byggð yrði viðbygging við húsið og  um leið yrði Hafnarstræti endurgert á þessum stað; stétt breikuð framan við húsið og bætt við bílastæðum meðfram götunni eins og hægt var. Bílarnir voru hinsvegar mjög áberandi á brekkubrúninni og fjöldi stæða ekki fullnægjandi. Brekkan neðan við götuna var mjög brött og erfið í viðhaldi. Neðan við brekkuna var gamall þjóðvegur sem notaður sem göngustígur en var iðulega ófær vegna bleytu. Drottningarbrautin liggur nokkuð hærra en eldri þjóðvegurinn og fylltist svæðið oft af vatni í leysingum og miklum rigningu.

Myndin sýnir aðstæður 2004 –  fyrir framkvæmd.

SamkhusAk_08Hugmyndin byggir á að leysa þessi vandamál sem heild. Samkomuhúsið stendur á Barðsnefi í „miðri brekkunni“ og hefur óheft útsýni út á Pollinn. Ásýnd að húsinu er jafnframt mikilvæg þar sem það blasir við frá Drottningarbrautinni. Bílastæðin liggja nokkuð norðan við Samkomuhúsið. Stæðin eru afmörkuð af netgrindahleðslum með grasmön að utanverðu til að bílastæðin trufli síður ásýnd að Samkomuhúsinu . Ákveðið var að planta þétt í brekkuna milli bílastæðis og Hafnarstrætis til að takmarka ásýnd á bíla.

sk-snid1

 

 

Lagt var til að gerður var nýr malbikaður göngustígur aðeins utar og hærra yfir sjó en gamli þjóðvegurinn. Meðfram brekkunni er stígurinn afmarkaður með lágri netgrindahleðslu sem fyllt var aftan við með jarðvegi og þannig dregið talsvert úr halla í brekkunni.

 

Hugmyndasnið í brekkuna

 

SamkhusAk_01

Framkvæmdin tókst ágætlega að okkar mati.  Frá nýju bílastæðunum liggja tröppur, unnar í samvinnu við Finn Birgisson arkitekt. Útsýni út á Pollinn frá Samkomuhúsinu er óskert.

SamkhusAk_03

SamkhusAk_02

SamkhusAk_05

Álafosskvos

Staðsetning: Álafossvegur við Varmá í Mosfellsbæ
Notkun: Götur og torg
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir
Verkkaupi: Mosfellsbær
Hönnunartími og verktími: 1 áfangi 2001, 2 áfangi 2011.  Í vinnslu.

Hönnun á götu, gönguleiðum og umhverfi við Varmá í Álafosskvos í Mosfellsbæ.
Álafosskvos er gamalt iðnaðarumhverfi en hér stóðu ullarverksmiðjur Álafoss til skamms tíma. Svæðið hefur verið framkvæmt í áföngum og endurgert með nýjum yfirborðsefnum með kostnaðargát og sjálfbærni í huga. Sérstaklega er unnið með yfirborðsvatn í hæðarsetningum og frágangi en öllu vatni er skilað í Varmá. Vegna aðstæðna í kvosinni er gangandi og akandi umferð blandað saman þar sem gangandi og hjólandi hafa forgang. Handrið, byggt á eldra handriði brúarinnar með nýrri skírskotun í ullariðnaðinn, afmarkar gönguleiðir og bakka Varmár. Í dag er Álafosskvos miðstöð listamanna og handverksfólks. Verkefnið er framhald af umhverfisskipulagi sem unnið var meðfram Varmá frá fjöru til fjalla.

English: Urban square and street in an old factory setting along the small river Varmá in Mosfellsbær. A full renovating of the public streets and surroundings was performed over a period of time.
With sustainability in mind all water is returned to the river. Do to the circumstances in Kvosin the traffic is mixt where pedestrians and cyclists have priority. The old bridge got a new rail inspired by the old wool factory. Today workshops, cafés and artists’ studios fill the houses. The aerie is part of a large plan over the river from the seashore to mountain.

Skriðuklaustur

Helgina 18.-19. ágúst, var haldin Skriðuklausturshátíð í Fljótsdal.   Tilefnið var að lokið er tíu ára rannsókn á rústum hins forna Ágústínusarklausturs sem þar stóð á sextándu öld.  Klaustur á Skriðuklaustri var starfrækt 1493-1554

Uppgröftur á kaustri var starfrækt í Fljótsdal á árabilinu 1493-1554 hófst 2002 og lauk 2011. Út er komin  bók um rannsóknina á klaustrinu að Skriðu eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur.
Í ár hefur verið unnið að frágangi minjasvæðisins.  Í samráði við Fornleifavernd ríkisins hafa grunnform klausturbygginga og kirkju verið hlaðin upp og búið er að tyrfa veggi og umhverfi þannig að hægt er að feta í fótspor þeirra sem dvöldu í klaustrinu á 16. öld. Þá hefur verið komið fyrir útsýnispalli fyrir ofan svæðið með fræðsluskiltum.
Landmótun hefur undanfarin ár unnið að mótun framtíðarskipulags á Skriðuklausturs torfunni.  Útsýnispallur er hannaður á Landmótun í samvinnu við verkfræðistofu Austurlands.