Aðalskipulag Ölfuss staðfest

Endurskoðað aðalskipulag Ölfuss 2010 – 2022 var staðfest af Skipulagsstofnun þann 21. september 2012. Aðalskipulagið tekur til alls lands innan marka sveitarfélagsins Ölfus, þ.e. til þéttbýlis í Þorlákshöfn, dreifbýlis og afréttarlanda. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 740 km2.
Meginmarkmið aðalskipulagsins er að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknaverða.

Vinna við endurskoðun á aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus hefur verið unnin með hléum allt frá árinu 2007. Að þessari vinnu komu skipulagsfulltrúi, skipulagsnefnd sveitarfélagsins ásamt skipulagsráðgjöfum. Skipulagsráðgjafar voru frá Landmótun sf. Óskar Örn Gunnarsson og frá Steinsholti sf.  Gísli Gíslason, Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Sveinsdóttir.

Hér má finna staðfest skipulagsgögn.

Aðalskipulag; Sveitarfélagið Ölfus

SéruppdrátturSveitarfélagið Ölfus vinnur að endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsvinnuna annast ráðgjafastofurnar Steinsholt sf og Landmótun sf.
Í aðalskipulaginu er mörkuð skýr stefna fyrir þéttbýli og dreifbýli. Landbúnaðarsvæði eru skilgreind sem og vegir, reiðleiðir, hjólaleiðir, hafnir og sjóvarnir. Sett er inn nýtt hverfisverndarsvæði sem nær yfir Reykjadal, Grændal og næsta nágrenni. Einnig er iðnaðarsvæði vestan Hellisheiðarvirkjunar stækkað, þar er gert ráð fyrir starfsemi sem nýtir afurðir frá Hellisheiðarvirkjun.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022.

Gefinn er kostur á að koma með athugasemdir við aðalskipulagstillöguna til og með 2. mars 2012. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss.

Skýrslur:
Skipulags- og matslýsing
Greinargerð
Umhverfisskýrsla

Skipulagsuppdrættir:
Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Ölfus
Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Þorláhöfn
Aðalskipulaksgsuppdráttur fyrir Árbæjarhverfi

Skýringaruppdrættir:
Suðurlandsvegur og aðliggjandi byggð
Eignarhald lands
Námuvinnsla
Frístundabyggð
Landbúnaður
Náttúruvernd
Vatnsvernd
Samgöngur
Veitur
Skráðar fornminjar
Útivist og menningarminjar í Þorlákshöfn

Samið um gerð aðalskipulags Hörgársveitar

Sveitarfélagið Hörgársveit hefur gengið til samnings við Landmótun um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.  Hörgársveit varð til við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar þann 12. júní 2010.

Hörgársveit er að stærstum hluta dreifbýli þar sem hefðbundinn búskapur er stundaður. Þéttbýli er  á Lónsbakki  og Hjalteyri. Íbúarsveitarfélagsins voru skv. Hagstofu Íslands 600 árið 2011.

Landmótun hafði áður unnið aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð sem var staðfest af ráðherra þann 2. febrúar 2009. Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri en áætlað er að vinnunni verði lokið fyrir árslok 2012.