Staðsetning: Versölum, Kópavogi.
Notkun: Skólalóð og sameiginleg aðkoma með sundlaug.
Samstarf: Arkitekt skólabyggingar Sveinn Ívarsson og Benjamín Magnússon
íþróttamiðstöð og sundlaug arkitektar AÍ.
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen, Einar Birgisson, Samson B. Harðasson og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
Verkkaupi: Kópavogsbær.
Hönnunar- og verktími: 2005-2008
Stærð: 21.417 m2 þarf af bygging 5924.8 m²

Staðsetning lóðar í jaðri íbúðabyggðar. Svæðið er byggt upp sem miðstöð fyrir íbúðahverfi auk skóla er íþróttamiðstöð og sundlaug ásamt íþróttavöllum. Skólalóðin er opin og björt og er allt umhverfis bygginguna. Áhersla er lögð á rúmgóð leiksvæði og útikennslu í náttúrufræði í opnum görðum milli húsa.

Vegna þess að skólinn er hluti af miðstöð íbúa svæðisins er aðkoma að skóla og íþróttamiðstöð sameiginlegur og var reynt að móta torg milli bygginganna umlukið gróðri.