Æðarungar í Vatnsmýri

Æðarungar í Vatnsmýri

10.07.2014.
Sumarið 2014 fékk Landmótun það óvenjulega verkefni að teikna upp skýli og gerði  fyrir æðarungaræktun í Reykjavík. Verkefnið er á vegum Reykjavíkurborgar og í samráði við Norræna húsið. Markmiðið er að bæta ástand varpstofna fugla við Tjörnina og í friðlandinu í Vatnsmýri en á síðustu árum hefur varpöndum fækkað verulega á þessu svæði. Leitað var til æðarbænda sem hafa mikla reynslu af ræktun æðarunga og voru bæði ungar og egg sótt í vor og alin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Nú í júli 2014 eru ungarnir 37 orðnir stálpaðir og hafa verið  fluttir í nýja skýlið við Hústjörn í Vatnsmýri. Æðarungaskýlið er smíðað úr lerki sem þykir umhverfisvænt þar sem lerki er með innbyggða náttúrulega fúavörn og því verður ekki þörf á að bera á timburverkið. Skýlið mun veita skjól fyrir ungana og þar verða þeir fóðraðir í sumar. Opin eru höfð lítil til að reyna að hamla því að stærri fuglar komist ekki í fóðrið. Utan um skýlið er girðing sem er grafin niður til að koma í veg fyrir að kettir komist inn í skýlið.  Til byrja með er girðingin allt í kring, en um leið og ungarnir hafa vanist nýjum vistarverum verður opnað út í tjörnina.