Snæfellsstofa gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Snæfellsstofa gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Staðsetning: Snæfellsstofa, Fljótsdalshreppur, Ísland.
Notkun: Lóð,  aðkoma og bílastæði við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Austurlandi.
Samstarf: Arkís, Efla, Verkís og FSR.
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen,  Þórhildur Þórhallsdóttir og Aðalheiður E Kristjánsdóttir.
Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður unnið í umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins.
Hönnunartími og verktími: 2008-2011
Stærð: Lóð gestastofu um 32.510  m2.

 

Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Flatarmál hans er um 12.000 ferkílómetrar eða um 11% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla. Markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Um þjóðgarðinn sjá nánar á http://www.vatnajokulsthjodgardur.is.

Í upphafi árs 2008 var haldin hönnunarsamkeppni um gestastofu að Skriðuklaustri sem FSR annaðist fyrir hönd verkkaupa það er Umhverfisráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarðs.   Fyrstu verðlaun hlaut Arkís, höfundar Birgir Teitsson og Arnar Þór Jónsson.

Með orðum arkitektanna er megin hugmynd verðlaunatillögunnar „Bygging gestastofunnar að Skriðuklaustri miðlar reisn náttúrunnar umhverfis hana og er í sterkum tengslum við nærumhverfið.   Hún laðar gesti að vegna áberandi sérstöðu en virkar um leið hvetjandi til jafnt inni-  sem útiveru.  Byggingin er höfð í þremur hlutum til þess að nýta hana sem best á ólíkum árstímum.  Gestastofunni er tyllt niður á lóðina þar sem áberandi brot er í hæðarlínu m og hún látin svífa létt yfir landinu.“

Arkís ehf. annaðist arkitektaráðgjöf , Efla ehf.  annaðist hönnun burðarþols og lagna, Verkís ehf. hönnun raflagna og Landmótun annaðist lóðarhönnun.

Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingar og lóðar við umhverfið og vistræn sjónarmið.  Staðlar um vistvæna hönnun voru uppfylltir og var notað vottunarkerfið BREEAM (British Building Research Establishment Environmental Assessment Method).

Snæfellsstofa var vígð í júní 2010 þó framkvæmdum væri ekki að fullu lokið.  Framkvæmdum við lóð lauk sumarið 2011 en loka lokafrágangur eins og stéttir við byggingu bíður betri tíma.