Opnun nýs Suðurlandsvegar

Opnun nýs Suðurlandsvegar

Innviðaráðherra og forstjóri Vegagerðarinnar opnuðu formlega nýjan veg milli Hveragerðis og Selfoss þann 25. maí.
Verkið er annar áfangi í breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis en framkvæmdin stuðlar að því að auka umferðaröryggi.
Vegurinn er nú breiðari og hefur vegamótum fækkað úr rúmlega tuttugu í tvenn ásamt því að akstursstefnur eru nú aðskildar.
Gamli Suðurlandsvegurinn mun breytast í innansveitarveg þar sem gert er ráð fyrir hjólandi umferð.
Öll umferð um sveitirnar í kring færist yfir á nýjan Ölfusveg sem liggur samhliða Hringvegi.

Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt FÍLA hjá Landmótun tók þátt í hönnuninni ásamt góðum hópi arkitekta og verkfræðinga.

Mynd fengin af heimasíðu Eyjafrétta.is