Íslenskur hópur sem Landmótun er hluti af vinnur alþjóðlega keppni um vistvæna endurhönnun Höfðabakka 9

11. september 2013, var tilkynnt um úrslit í tveggja þrepa alþjóðlegri samkeppni um vistvæna endurhönnun Höfðabakka 9 á Ekobyggmässan í Stokkhólmi. Tillaga íslensks hönnunarhóps undir forystu VA arkitekta var valin úr átján tillögum sem bárust víða að úr heiminum. Keppnin var hluti af Nordic Built Challenge, keppni um vistvæna endurhönnun …

Orlofshúsasvæði VR í Miðhúsaskógi, Bláskógabyggð

Fyrir réttu ári vann Landmótun að breytingu á deiliskipulagi orlofshúsasvæðis VR í Miðhúsaskógi. Breytingin fólst í því að gera ráð fyrir tjald- og hjólhýsasvæði fyrir félagsmenn með það í huga að auka við fjölbreytileika í gistiaðstöðu á þessu vinsæla orlofshúsasvæði. Í framhaldi var svæðið hannað og verkið boðið út um …